Báran – vill nefnd innan LS sem fjalli um makrílveiðar

Báran – félag smábátaeigenda Hafnarfirði – Garðabær – hélt aðalfund 29. september.  Hörkugóð mæting var á fundinn og fjöldi mála tekinn til umræðu.  Eins og á öðrum fundum svæðisfélaganna var rætt um framtíð handfæraveiða á markríl.   
Félagsmenn Bárunnar binda miklar vonir við veiðarnar og telja að loksins sé komin veiðanleg tegund sem gæti aukið verulega aflaverðmæti smábátaeigenda.
IMG_6965.jpg
Fundarmenn voru einhuga um að óska eftir að aðalfundur LS láti makrílmál til sín taka og samþykktu í því skyni eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Bárunnar haldinn í Hafnarfirði 29. sept. 2012 beinir því til aðalfundar LS að sett verði á fót nefnd sem fjallar um málefni makrílveiðimanna.  Nefndin starfi milli aðalfunda og verði skipuð fimm mönnum sem kosnir eru á aðalfundi.  Framkvæmdastjóri LS starfi með nefndinni og sjái um boðun funda.
IMG_6969.jpg
Formaður Bárunnar er Jón B. Höskuldsson.