Veit einhver um trillu sem langar á leikskólalóð?

Eðli máls samkvæmt eru erindin sem berast á skrifstofu LS af ýmsum toga.  Bréf sem barst skrifstofunni í gær flokkast sannarlega undir eitt það skemmtilegasta. 

Starfsmaður á leikskólanum Sæborg í Reykjavík skrifaði bréfið og í því segir m.a.:
„Við höfum mikið verið að vinna með sjóinn (og fjöruna sérstaklega) og ýmislegt tengt sjónum í gegnum tíðina. Nú erum við að fara að taka lóðina okkar í gegn bráðlega og okkur langar mikið að finna gamla, litla trillu til að setja á lóðina svo að börnin geti leikið sér í henni. Vandamálið er það að ég hef ekki getað fundið svona trébát nokkursstaðar þrátt fyrir að vera búinn að hringja á ýmsa staði.
Hér með er þessu skemmtilega erindi komið á framfæri. Vonandi getur einhver þeirra sem þetta les lagt málinu lið. Viðkomandi getur hvort heldur haft beint samband við leikskólann Sæborgu í Reykjavík, eða við skrifstofu LS.
haus.png
Leikskólinn Sæborg. Hér vantar greinilega lítinn trillubát.