Síldveiðar í Kastljósi

Síldveiðar smábáta á Breiðafirði hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu.  Gefin var út reglugerð um síldveiðar í lagnet og voru 500 tonn af 67 þúsund tonnum ætlaðar til veiðanna.  Áhugi smábátaeigenda var langtum meiri en búist var við og gekk hratt á veiðiheimildirnar, þrátt fyrir að vikuskammturinn væri takmarkaður við 8 tonn.  Þegar ljóst var að hverju stefndi beitti Landssamband smábátaeigenda sér fyrir auknum heimildum til veiðanna, enda full heimild ráðherra til að verða við slíku.  Farið var fram á annan 500 tonna skammt og málið rökstutt í bréfi sem hér hefur áður verið fjallað um.   Ráðherra ákvað hins vegar að auka veiðiheimildir um 100 tonn.
Eins og fram hefur komið hafa veiðarnar verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Stykkishólmi og hafa að jafnaði 40 manns starfað við vinnsluna.  
Framangreint ásamt mörgum öðrum þáttum hefur vakið mikla athygli sem sýnir sig best á að fjallað var um málefnið í Kastljósi í gærkveldi.
Sjá má þáttinn með því að blikka hér.