Áfram síldveiðar í Breiðafirði

Í dag var ákveðið að bæta við 300 tonnum af síld til veiða smábáta í Breiðafirði.  Hér er um afar ánægjulega frétt að ræða, þar sem veiðar voru nánast að stöðvast.
LS fór á sínum tíma fram á 500 tonna viðbót og hefur ráðuneytið nú orðið við því að miklum hluta.  Fyrst 100 tonn og nú 300 tonn.