Milljónatjón og umhverfisslys í uppsiglingu?

Vesturlandsvefurinn – skessuhorn.is – greinir í dag frá hremmingum sem síldarstofninn virðist vera að lenda í. 
 
Síldin hefur á undanförnum vikum hafst við inni í Kolgrafafirði í miklu magni, áætlað á fjórðahundraðþúsund tonn.  Nú hafa óþekkt skilyrði skapast sem valdið hafa því að síldin hreinlega syndir á land og drepst.  Að sögn sjónarvotta er magn dauðrar síldar nú talið í hundruðum tonna.