Skjöldur Þorgrímsson fallinn frá

Hinn 20. desember sl. lést í Reykjavík Skjöldur Þorgrímsson, fyrrverandi stjórnarmaður Landssambands smábátaeigenda. Hann varð 84 ára.

Skjöldur var kjörinn í fyrstu stjórn félagsins árið 1985 og sat í henni til ársins 1990. Hann sat fyrir hönd Smábátafélags Reykjavíkur. Skjöldur var því einn stofnfélaga. Málefni smábátaútgerðarinnar stóðu hjarta hans næst og hann var óþreytandi í að benda á það sem betur mætti fara. Skjöldur var einlægur jafnaðarmaður og mannréttindasinni. Á sinni stjórnartíð marg lýsti hann þeirri skoðun sinni að LS ætti að bjóða fram til Alþingis, það væri besta leiðin til að ná verulegum áhrifum. Um þetta voru mjög skiptar skoðanir, og eru vafalaust enn.
LS þakkar ánægjulega samvinnu og vegferð með góðum dreng.
Fjölskyldu og aðstandendum vottar LS dýpstu samúð.
Screen Shot 2013-01-07 at 11.43.04 PM.png
Skjöldur Þorgrímsson