Lax í flottrollið

Alls hafa 466 laxar veiðst sem meðafli við flotvörpuveiðar á makríl og síld á árunum 2010, 2011 og 2012.  Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Fiskistofa hefur tekið saman.
Nokkurrar ónákvæmni gætir í skýrslunni, en talningin er byggð á laxasöfnun um borð í vinnsluskipum.  T.d. hófst eftirlit með makrilveiðum 2012 mánuði síðar en árið á undan.   
Þá segir einnig í frétt Fiskistofu af skýrslunni að „líklegt er að þetta sé nokkuð raunhæf tala fyrir meðafla af laxi í uppsjávarveiðum en þó þarf að hafa í huga að einhver tregða er í því að skila inn veiddum löxum úr uppsjávarveiði og rauntala gæti því verið eitthvað hærri þegar litið er til lengra tímabils.