Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að styðja sameiginlegt markaðsátak fyrir íslenskar saltfiskafurðir með 20 milljóna framlagi. Íslandsstofa og íslenskir saltfiskframleiðendur höfðu frumkvæði að átakinu sem ætlað er að kynna saltaðar þorskafurðir í S-Evrópu.
Verkefnið er opið öllum sem framleiða eða flytja út afurðir á Spán, Portúgal og Ítalíu sem átakið mun beinast að. Með framlagi ríkisstjórnarinnar er tryggt að ekki undir 40 milljónum verður varið til að efla áhuga þessara þjóða á saltfisknum okkar því þátttakendur skuldbinda sig til að leggja a.m.k. jafnháa upphæð á móti.
Á morgun fimmtudaginn 14. febrúar verður markaðsátakið kynnt. Kynningin verður í Borgartúni 35 Reykjavík 6. hæð og hefst kl 11.