Fjallabyggð gagnrýnir tilhögun grásleppuveiða

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði sl. þriðjudag var tekið fyrir bréf frá Skalla um takmörkun grásleppuveiða.  
Eftirfarandi var samþykkt:
  
„Bæjarráð Fjallabyggðar gagnrýnir harðlega fram komnar hugmyndir stjórnvalda um tilhögun grásleppuveiða fyrir árið 2013.  Nái þessar tillögur fram að ganga óbreyttar, þá er verið að setja í uppnám afkomu fjölmargra útgerða og einstaklinga í Fjallabyggð. 
Bæjarráð Fjallabyggðar fer fram á það við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að draga verulega úr skerðingaráformum vegna grásleppuveiða fyrir árið 2013.
Grásleppa.png