Atvinnuveganefnd Alþingis hefur afgreitt til 2. umræðu frumvarp til laga sem fjallar um stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðar. Í áliti meiri hluta nefndarinnar er m.a. lagt til að óheimilt verði að umbreyta krókaaflamarki í aflamark eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir.
Í nefndarálitinu segir eftirfarandi um þennan þátt frumvarpsins:
„Stærð skipa.
Á fundum nefndarinnar kom fram gagnrýni á 3. gr. frumvarpsins. Hefur nefndin verið upplýst um að nokkur fjöldi krókaaflamarksbáta hefur verið stækkaður frá því að frumvarpið var lagt fram, væntanlega í þeirra von að geta fénýtt aflahlutdeild bátanna við yfirfærslu í aflamarkskerfið.
Meiri hlutinn telur rétt að bregðast við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Af þeim sökum leggur meiri hlutinn til þá breytingu á 3. gr. frumvarpsins að þar verði kveðið á um að þeir bátar sem hafa veiðileyfi með krókaaflamarki og eru stærri en nemur hámarksstærð skv. 4. gr. laga um stjórn fiskveiða skuli halda leyfi sínu til veiða með krókaaflamarki en verði bátar þessir stækkaðir, eftir samþykkt frumvarpsins, skulu þeir sviptir veiðileyfi með krókaaflamarki frá og með næstu fiskveiðiáramótum. Með þessari tillögu leitast meiri hlutinn við að halda óbreyttu því ástandi sem ríkir við gildistöku frumvarpsins. Þeir bátar, sem samkvæmt þessu eru stærri en 15 brúttótonn, geta þá áfram stundað veiðar með sín hlutdeildarréttindi, en geta ekki flutt á sig nýja krókaaflamarkshlutdeild, sbr. 2. málsl. 6. mgr. 12. gr. laga um laga um stjórn fiskveiða.
Samkvæmt dagskrá þingsins fer 2. umræða um frumvarpið fram í dag.
Þegar lesin eru saman álit meiri hluta og 1. minni hluta nefndarinnar sést að sjónarmið eru ólík varðandi stærðarmörk krókaaflmarksbáta.
Með því að blikka á meðylgjandi slóðir má sjá álitin: