Vill vísa frá strandveiði- og stærðarmarkafrumvarpi

Enn er ekki hafin 2. umræða frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða – stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðar.  Áður hefur verið fjallað um álit meiri hluta og 1. minni hluta atvinnuveganefndar.  
Fram er komið álit 2. minni hluta nefndarinnar sem leggur til frávísun, að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.  
Í álitinu fjallar 2. minni hluti um stærðarmörk, strandveiðar, breytingar á VS-afla og byggðakvóta til Byggðastofnunar.