Heimilt var að hefja grásleppuveiðar 20. mars sl. á N- og A-landi og á sunnanverðu Reykjanesi (svæði D, E, F, G). Á öðrum svæðum hefjast veiðar 1. apríl að undanskildum innanverðum Breiðafirði þar sem upphafstími er 20. maí.
Alls hafa 80 bátar hafið veiðar sem nær ekki helmingi þess fjölda sem var byrjaður á sama tíma í fyrra – 167 bátar.
Enn er mikil óvissa um verð og magn sem markaður er fyrir og hefur það haft sín áhrif á hversu fáir eru byrjaðir. Auk þess að óvissa var um endanlegan fjölda veiðidaga þar til sl. mánudag að ákveðið var að hafa þá 32.