Aðalfundur Gildis lífeyrissjóðs var haldinn fyrr í dag. Það bar til tíðinda að fulltrúar frá Landssambandi smábátaeigenda sátu fundinn í fyrsta sinn með full réttindi. Félagið var með tvo fulltrúa af 80 í fulltrúaráði atvinnurekenda.
Í innleggi framkvæmdastjóra LS á fundinum þakkaði hann sérstaklega formanni stjórnar Hörpu Ólafsdóttur fyrir sinn þátt í að tryggja félaginu atkvæðisrétt á ársfundi Gildis.