Beðið eftir makrílnum

Nú styttist í að færaveiðar á makríl hefjist.  1. júlí er upphafsdagur veiðanna og því ljóst að margir eru þegar tilbúnir að hefja veiðar og fullir eftirvæntingar hvernig til tekst.  Hvort makríllinn lætur sjá sig, hvernig útbúnaðurinn virkar sem búið er setja í bátana og hvaða verð verða í boði?   
Samkvæmt aflatölum frá Fiskistofu virðist makríllinn nú seinna á ferðinni en í fyrra.   Á sama tíma þá, var búið að veiða 5.794 tonn en nú hafa einungis 685 tonn veiðst.  
Þeir sem rætt hefur verið við um þennan mikla mun segja hann ekki ávísun á að makríllinn láti ekki sjá sig heldur sé hann seinna á ferðinni.  Það stafi af því að sjór er kaldari hér nú en á sama tíma í fyrra.