Myntkörfulán – stjórnvöld grípi inn í

Árlegur sumarfundur stjórnar LS var haldinn á Raufarhöfn 17. og 18. júlí sl.  Á næstu dögum verður greint frá því helsta sem fjallað var um á fundinum.
Ályktun stjórnar LS um leiðréttingu myntkörfulána
 
Fundur í stjórn Landssambands smábátaeigenda haldinn á Raufarhöfn 17. júli 2013 lýsir áhyggjum sínum yfir miklum seinagangi við vaxtaleiðréttingu ólöglegra gengistryggða lána.  Tafirnar hafa leitt til stöðnunar útgerðaraðila og ójafnrar samkeppnisstöðu milli einstakra útgerða.
Stjórn LS skorar á stjórnvöld að grípa inn í þá óæskilegu atburðarrás sem hér er lýst. 
Einnig skorar stjórn LS á Umboðsmann Alþingis að framkvæma athugun á lögmæti þess að lána aðilum fé í erlendri mynt þegar tekjur viðkomandi eru í íslenskum krónum.