Strandveiðibátar – 13.905 róðrar í maí – júlí

Afli strandveiðibáta á tímabilinu maí – júlí varð 7.059 tonn.  Alls hafa 664 bátar stundað veiðarnar, sem skilar 10,6 tonnum að meðaltali á hvern bát.
Heildarfjöldi sjóferða varð 13.905 – meðalafli í róðri leggur sig því á 508 kg.
Mánaðarlegur viðmiðunarafli á strandveiðum í ár hefur til þessa nægt fyrir leyfilegan fjölda veiðidaga á svæðum C og D og í maí og júní á svæði B.  Heildarfjöldi veiðidaga á tímabilinu voru 48, bátar á B svæði máttu róa í 45 daga og á svæði A hefur viðmiðunarafli dugað í 31 dag.
Aflahæstir á hverju svæði eru:
Gugga  ÍS 63  skrnr 6013 20,023 tonn     A
Hrafntinna  ÍS 150  skrnr 2825 27,516 tonn B
Gunnar KG  ÞH 34  skrnr 2076 31,456 tonn C
Örn II  SF 70  skrnr 2491 35,277 tonn D
Verði tíðarfar gott í ágúst og aflabrögð þokkaleg má gera ráð fyrir að viðmiðunaraflinn í ágúst dugi varla út mánuðinn.  Þegar búið er að uppfæra veiðarnar í maí – júlí á eftir að veiða 1.540 tonn sem skiptist þannig á svæðin:  
A 492 tonn
B 267 tonn
C 624 tonn
D 157 tonn
Sjá nánar samantekt: