Makrílaflinn að nálgast 2.000 tonn

Færaveiðar smábáta á makríl hafa ekki gengið eins vel í ár eins og væntingar voru um.  Gríðarlegur áhugi er fyrir veiðunum sem sýnir sig best á að í fyrra stunduðu 17 bátar veiðarnar en nú hafa alls 84 bátar landað.  Alls hafa veiðst 1.914 tonn það sem af er vertíðinni, en heildaraflinn í fyrra endaði í 1.100 tonnum.
Gott skot gerði í Steingrímsfirði kringum verzlunarmannahelgina, en þrátt fyrir að þar séu enn miklar torfur er veiðin afar dræm þessa dagana.  Menn standa ráðalausir yfir því hvers vegna hann tekur ekki.
Segja má að flotinn sé alls staðar á vaktinni og fljótir á þá staði þar sem einhver veiði er.  
 
Markíll Hólmavík.jpg