Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- landbúnaðar- og umhverfisráðherra hefur ákveðið að heimila færaveiðar á makríl til 20. september fyrir þá sem hafa leyfi Fiskistofu til makrílveiða með línu og handfærum. Gefin hefur verið út reglugerð sem staðfestir þetta.
Veiðar undanfarna daga hafa gengið vel og ört gengið á 3.200 tonna veiðiheimildir sem smábátum er ætlaðar. Af þeim ástæðum fór LS fram á að ráðherra tryggði að nægar veiðiheimildir yrðu til færaveiða smábáta út vertíðina. Ráðherra hefur nú orðið við því og geta bátarnir því glímt við makrílinn meðan veiði er von.