Örn II SF 70 á svæði D varð aflahæstur á strandveiðum 2013. Hann var eini báturinn sem fiskaði yfir 40 tonn endaði í 43,6 tonnum. Skipstjóri og eigandi Arnar er Elvar Unnsteinsson á Höfn.
Á svæði C var Gunnar KG ÞH 34 með mestan afla 39,8 tonn sem tryggði honum annað sætið meðal strandveiðibáta.
Á svæði B varð Hrafntinna ÍS 150 aflahæst með 30,7 tonn.
Aflahæstur þeirra 250 báta sem réru á svæði A varð Gugga ÍS 63 með 24,6 tonn.
Áhugavert er að sjá að meðatalsafli tíu efstu bátanna á svæði D og C er nánast sá sami 31,8 tonn á D og 31,7 á C.
Þegar skoðaðir eru 10 efstu bátarnir á hverju svæði kemur í ljós að þeir fóru í alls 1.645 sjóferðir sem er nálægt 10% af heildarfjölda róðra á strandveiðum 2013. Eins og áður hefur verið getið lönduðu alls 675 bátar.
Sjá nöfn 10 efstu bátanna á hverju veiðisvæði ásamt fjölda róðra hvers og eins.