Makrílveiðar smábáta hafa gengið vel á undanförnum dögum. Veiðin í síðustu viku dreifðist að mestu á þrjú svæði í Steingrímsfirði, úti fyrir Snæfellsnesi og við Keflavík.
Mestu var landaði í Ólafsvík 124 tonnum. Á Hólmavík var tekið á móti 118 tonnum, í Keflavík 114 tonnum og á Rifi 88 tonnum.
Alls eru 10 bátar komnir með yfir 100 tonna afla og er Brynja SH aflahæst.
Sjá lista.pdf yfir afla bátanna.
Eins og sjá má er heildaraflinn 3.975 tonn og nokkrir bátar hafa bæst við á veiðarnar síðustu daga og eru nú alls 92 bátar búnir að virkja leyfin.