Í hönd fer tími aðalfunda svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Fyrsti fundurinn verður næst komandi sunnudag 15. september þegar Snæfell fundar í Ólafsvík.
Snæfell er fjölmennasta svæðisfélag LS, á bakvið félagsmenn eru alls 180 bátar.
Heildarfjöldi báta í eigu félagsmanna LS sem rétt eiga til setu á aðalfundunum eru 1.092.
Alls eru svæðisfélög LS 15 og verða aðalfundir þeirra næstu þrjár vikurnar og lýkur með aðalfundi Farsæls í Vestmannaeyjum 2. október.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður fjallað um þau málefni sem heitast eru í umræðunnni. Þá kjósa fundirnir fulltrúa sína á aðalfund LS sem haldinn verður í Reykjavík 17. og 18. október.
Tafla sýnir dagsetningu aðalfundanna ásamt formanni hvers félags. Nánari upplýsingar um hvert félag fást með því að blikka á það.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna til fundanna.