Snæfell vill stórauka hlut smábáta í makríl og síld

Félagsmenn í Snæfelli komu klifjaðir tillögum á aðalfundinn.  Alls afgreiddi fundurinn 17 þeirra til aðalfundar LS sem haldinn verður 17. og 18. október n.k.
Meðal þess sem fundurinn samþykkti var að auka ætti hlut smábáta í síld- og makrílveiðum. Raunhæft væri að veiða 15 þús. tonn í hvorri tegund.  
Þá vill fundurinn að skiptakjör á smábátum verði leiðrétt með hliðsjón af því hvort bátar landi á fiskmarkað eða í beinum viðskiptum á verðlagsstofuverði.
Sjá  nánar: