Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að heimilað verði að stunda færaveiðar á makríl á grunnslóð til og með 30. september. Reglugerð um það verður gefin út síðar í dag.
LS hefur fylgst náið með gangi veiðanna og taldi afar mikilvægt að veiðarnar yrðu leyfðar út vertíðina. Þannig mundu mikilvægar upplýsingar nást um göngu makrílsins auk stærðarsamsetningu og gæða. Af þessum sökum var óskað eftir við ráðherra að veiðarnar yrðu ekki stöðvaðar í dag 20. september eins og reglugerð kvað á um.
Í dag eru veiðisvæðin 5 talsins, á Steingrímsfirði, útifyrir Snæfellsnesi, í Helguvík, í Sandvík og á Berufirði. Heildarveiði smábáta er nú komin í 4.518 tonn.