Tveir hafa tilkynnt framboð til formanns LS. Þeir eru Þorvaldur Garðarsson og Halldór Ármannsson.
Þorvaldur Garðarsson
Þorvaldur er formaður Árborgar – félags smábátaeigenda á Suðurlandi.
Þorvaldur var varaformaður LS 2004 – 2007, situr í framkvæmdaráði LS og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 1995.
Þorvaldur gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR-60.

Halldór Ármannsson
Halldór er formaður Reykjaness – félags smábátaeigenda á Suðurnesjum.
Halldór er varaformaður LS, situr í framkvæmdaráði LS og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 2006.
Halldór gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátunum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellu GK-23.