Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi var haldinn á Djúpavogi 26. september sl. Á fundinum voru mál sem tengdust línuívilnun, strand- og makrílveiðum, byggðakvóta og skorti á ýsu fyrirferðamest á fundinum.
Fundarmenn voru á einu máli um að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um grásleppu væri ekki studd nægum rannsóknum. Þá var sérstaklega fjallað um tímasetningu ráðgjafarinnar sem gefin er eftir að grásleppuvertíð er hafin.
Aðalfundurinn ályktaði að standa vörð um byggðakvótann og honum verði einungis úthlutað til dagróðrabáta.
Makrílveiðar á færi vildu fundarmenn gefa frjálsar.