Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tilkynnt að vinna sé hafin við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Í því skyni hefur hann sett á fót ráðgjafahóp sem ætlað er að vera til aðstoðar við samningu frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.
Í hópnum eru eftirtaldir:
Karl Axelsson lögmaður
Lúðvík Bergvinsson lögmaður
Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar lagadeildar HR
Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, sem jafnframt mun stýra vinnu hópsins.
Leiðarljós hópsins er tillaga sáttanefndar, sem starfaði á liðnu kjörtímabili, um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.