Smábátafélagið Hrollaugur hélt aðalfund sinn 27. september sl. Hornfirðingar létu fjölmörg mál til sín taka og ræddu flest af þeim til hlítar.
Makrílveiðar voru í brennidepli, en það voru einmitt Hrollaugsmenn sem riðu á vaðið með veiðar á honum á færi í ágúst 2008.
Meðal tillagna sem samþykktar voru var að línuívilnun verði breytt í krókaívilnun og verði að hámarki 500 kg á dag.
Formaður Hrollaugs er Arnar Þór Ragnarsson og með honum í stjórn eru Ómar Fransson og Unnsteinn Þráinsson.