Skýrsla framkvæmdatjóra LS á aðalfundi

Afli og aflaverðmæti í hæstu hæðum
Á aðalfundi LS kom Örn Pálsson framkvæmdastjóri víða við í skýrslu sinni til fundarins.   Smábátar hafa aldrei skilað eins miklum afla að landi og nú rúm 82 þús. tonn, aflaverðmæti upp á 26,5 milljarða sem jafngildir 17% af heildaraflaverðmæti allra fiskiskipa 2012.   
Makríll og síld á mið smábátaeigenda
Smábátaeigendur hafa stimplað sig inn í makríl- og síldveiðar.  Ýsuafli smábátaeigenda kominn yfir 30% og þorskafli aðeins nokkrum hundruðum tonna frá 50 þús. tonnum.  
Mikill kostnaður við þorskveiðar
Þá gerði hann að umtalsefni hversu mikill kostnaður væri við þorskveiðar.  Ýsa sem meðafli væri ráðandi við þær veiðar sem þyrfti að greiða fyrir hátt leigugjald vegna ónægra heimilda.
Réttindamál og gengistryggð lán
Framkvæmdastjóri ræddi réttindamál tengd breytingum á stærðarmörkum krókaaflamarksbáta sem brýnt væri að koma að.  Ójafnvægi sem myndast við að aðeins hluti gengistryggðra lána hefði verið leiðrétt.