Vilja eyða samkeppnismun í sjávarútvegi

Aðalfundur Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) var haldinn í gær 6. nóvember.  
Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er m.a. skorað á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir að a.m.k. 40% af afla verði seldur í gegnum íslenska fiskmarkaði til að tryggja nægt framboð á mörkuðum.
Þá vill SFÚ að öll viðskipti með fisk fari fram á markaðsverði og að skiptaverð verðlagsstofu í núverndi mynd verði lagt af.
Í niðurlagi ályktunarinnar segir:
„Stöndum vörð um okkar auðlind og eyðum samkeppninsmun í sjávarútvegi.
Tryggjum réttláta samkeppni í sjávarútvegi – þjóðinni allri og neytendum til heilla!.