Gildi lífeyrissjóður hélt kynningarfund fyrir sjóðfélaga í gær 14. nóvember. Á fundinum fór framkvæmdastjóri sjóðsins Árni Guðmundsson yfir stöðu sjóðsins og helstu þætti í starfseminni. Þá kynnti Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri sjóðsins nýjan vef,
Í kynningu framkvæmdastjóra boðaði hann umtalsverðar breytingar á reglum um lán tilsjóðfélaga. Hámarksveðhlutfall mun hækka í 75% (65%), hámark á lánsupphæð (20 milljónir) verður afnumin og lántökugjald verður lækkað í 0,5% (1,0%), svo dæmi séu tekin. Breytingarnar taka gildi 1. desember nk.
Fundurinn var vel heppnaður hvað upplýsingar og fróðleik varðar, en að sama skapi dapurlegt hversu fáir sjóðfélagar voru mættir þar sem fundurinn var afar vel auglýstur.
Eftir því var tekið að hversu fáir úr fulltrúaráði sjóðsins létu sjá sig á fundinum, aðeins einn frá fulltrúum atvinnurekanda og örfáir frá launþegum. Ástæða er til að vekja á þessu athygli þar sem fulltrúarnir voru boðaðir sérstaklega með tölvupósti. Fyrir þá sem ekki þekkja til fyrir hvað fulltrúaráðið stendur er rétt að upplýsa að það er skipað 80 aðilum frá launþegum og jafnmörgum frá atvinnurekendum. Þeir einir sem eru í fulltrúaráði hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og öðrum fundum sjóðsins í umboði aðildarsamtakanna.
Það er vonandi að mætingin endurspegli ekki áhuga þeirra á rekstri og afkomu sjóðsins, lífeyrissjóðs sem 180 þús. einstaklingar eiga réttindi hjá og með hreina eign upp á 311 milljarða.