Tekjur af ýsu þrefaldast

Aflahefti Fiskistofu er komið út fyrir fiskveiðiárið 2012 / 2013.  Þar er m.a. birtar aflaheimildir, afli eftir veiðafærum og skipaflokkun.   Þá er yfirlit um afla sl. 5 fiskveiðiár og þorskafla hvert fiskveiðár frá 1. september 1992. 
Línuívilnun, undirmálsfiskur og VS-afli fá einnig sinn sess.   Þar vekur athygli að VS-afli í ýsu þrefaldast milli ára, fer úr 301 tonni í 912 tonn á sl. fiskveiðiári.  Samtals var landað 2.716 tonnum sem VS-afla á sl. fiskveiðiári samanborið við 2.339 tonn fiskveiðiárið 2011/2012.   Sá afli er seldur á fiskmarkaði og rennur hluti af andvirði hans til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins.   
Í aflaheftinu er sérstaklega fjallað um strandveiðar.  Afli og aflaheimildir eftir svæðum, fjöldi báta eftir svæðum ofl.   Þá er einnig ítarleg umfjöllun um grásleppuveiðar.