Ráðherra auki við ýsuna

Niðurstöður úr haustralli Hafrannsóknastofnunar – Stofnmælingu botnfiska að haustlagi – hafa verið kynntar.  LS hefur farið yfir niðurstöður rallsins.   Í þessari færslu verður fjallað um ýsuna.
Aukning á 25 – 35 cm ýsu 
Gríðarleg aukning er af ýsu á lengdarbilinu 25 – 35 cm frá mælingum í fyrra.  Skjáskot, af hluta grafsins sem birt er í frétt Hafrannsóknastofnunar af rallinu, sýnir þetta vel.  Svört lína sýnir mælingu í ár, rauð eins og mældist 2012 og blá mælingu frá 2010.  Ekki var mælt 2011 vegna verkfalls.
Screen Shot 2013-12-04 at 16.56.45.png
Mest á grunnslóð fyrir norðan
Í rallinu mældist mest af ýsu á grunnslóð fyrir Norðurlandi og er það í samræmi við það sem smábátaeigendur hafa bent á í nokkur undanfarin ár.  Myndin sýnir ýsu í kg á stöð í haustralli 2013.
Screen Shot 2013-12-04 at 23.03.59.png


Árgangar stærri en spáð var
Mælingar í ár sýna mun fleiri einstaklinga í yngstu árgöngunum en kom fram í sambærilegum mælingum í fyrra.  Þannig hefur fjöldi í 2012 árgangnum tæplega fjórfaldast milli ára.  
Svipað er upp á teningunum með 2011 árganginn, þar mældust 53 milljónir fiska 2012 en nú 131 milljón, aukningin 147%.  
Við samanburð fyrri mælinga kemur í ljós að 2 ára ýsa úr 2011 árgangi hefur aðeins einu sinni mælst hærri frá risaárganginum 2003 en því skilaði árgangur 2007.  
Taflan sem hér fylgir er úr fréttatilkynningu Hafró af haustrallinu 2013.  Hún sýnir aldurskiptar vísitölur (í fjölda) ýsu úr Stofnmælingu botnfiska að haustlagi 1996 – 2013.
Screen Shot 2013-12-04 at 23.08.41.png

Aukning nauðsynleg
Þær upplýsingar sem hér hafa verið dregnar fram verða vonandi til að auka líkur á að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taki ákvörðun um að auka við kvótann.  Þannig yrði svarað kalli sjómanna sem stöðugt eru á flótta undan ýsunni.  Ekki óalgengt að þorskróðurinn skili 40 – 50% meðafla af ýsu.  Kvótaaukning um 5 – 6 þúsund tonn mundi nægja til að koma jafnvægi á framboð og eftirspurn á leigumarkaðinum.