Síldarbátar komnir í jólafrí

Hlé hefur verið gert á síldveiðum smábáta á Breiðafirði fram yfir áramót.  Veiðar í desember hafa gengið þokkalega, en bæði veður og kvótaleysi hafa haft þar áhrif.  Þrátt fyrir að veiðar innan brúar séu án takmarkana hamlar stærð bátana því að allir geti veitt þar. 
Alls er búið að veiða 761 tonn það sem af er vertíðinni.  Veiðin skiptist þannig að 253 tonn hafa verið veidd innan brúar í Kolgrafarfirði og 508 tonn á Breiðafirði þar sem veiðar eru takmarkaðar við 700 tonn.