Gefin hefur verið út reglugerð um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski 2014, samkvæmt samningi við Noreg og Rússland frá 15. maí 1999.
Innan efnahagslögsögu Noregs er leyfilegur heildarafli í þorski 9.075 tonn, 5,672 tonn í rússneskri lögsögu. Frá þessari úthlutun er dregið 4,8% sem fara í pottana.
Til viðbótar framangreindu stendur íslenskum útgerðum til boða að leigja til sín 3.404 tonn af Rússum.
Við þorskveiðar í norskri efnahagslögsögu er heimilt að hafa allt að 30% meðafla af öðrum tegundum. Í rússneskri lögsögu er hins vegar úthlutað 7,9% af heildarafla þorsks í ýsu, samtals 717 tonnum.