Frjálsar þorskveiðar í Noregi

Norsk stjórnvöld tilkynntu nú um áramótin að þorskveiðar báta styttri en 11 metrar skuli vera frjálsar frá og með 3. janúar sl.  Ekki þykir lengur þörf á að takmarka þorskveiðar þeirra með kvótum og sóknartakmörkunum vegna hinnar miklu þorskgengdar í Barentshafi þar sem þorskkvótinn er kominn í um milljón tonn. 
Hagsmunasamtök smábátaeigenda – Norges kystfiskarlag – fagna því að áratugalangt baráttumál samtakanna um frjálsar veiðar skuli vera í höfn,.  Landssamband smábátaeigenda samgleðst félögum sínum í Noregi og óskar þeim til hamingju.
Íbúar í hinum dreifðu byggðum norður Noregs hafa lýst sérstakri ánægju með ákvörðun stjórnvalda, en þar hefur útgerð smábáta átt undir högg að sækja.  Með ákvörðuninni vænta þau að kraftur færist aftur í útgerðina og smiti þannig útfrá sér í aukinni atvinnu, velsæld og bjartsýni.