Enn von um samkomulag um makrílinn

Samningafundi um makríl milli Íslands, Færeyja, ESB og Noregs var í gær frestað til næsta miðvikudags.
Samningaviðræður um aflahlutdeild milli strandríkja á makríl hafa staðið frá 2008.  Tveimur árum síðar fengu Íslendingar fulla aðild að viðræðunum. 
Ísland boðaði í september sl. til þeirrar samningalotu sem nú er í gangi.  Var það gert í kjölfar ráðgjafar Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) sem gefur til kynna mun betra ástand makrílstofnsins en áður var talið.
Hér við land hófust makrílveiðar 2007 með 36 þús. tonna veiði.  Reglubundnar veiðar hafa verið stundaðar síðan og hefur afli hvers árs verið þessi:
2008  36 þús tonn
2009 112 þús tonn
2010 121 þús tonn
2011 153 þús tonn
2012 146 þús tonn
2013 138 þús toni
Árið 2012 túlkuðu vísindamenn, útfrá mælingum, að stofninn teldi 5,1 milljónir tonna.  Í fyrra var aftur mælt og þá á stærra svæði en áður og mæltist stofninn þá 8,8 milljónir tonna.  Við þessa 72% stækkun stofnsins varð til grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum, en þar til höfðu samskiptin verið stirð og jafnvel gengið svo langt að Evrópusambandið hótað viðskiptaþvingunun.   Ætla má að full alvara hafi verið á ferðum sem lesa má úr því að þeim var og er beitt gegn Færeyingum vegna ákvörðunar þeirra um sildveiðar langt fram úr ráðgjöf.   Það er því mikilvægt að samningar náist sem fyrst í þessari deilu þar sem réttur Íslendinga fyrir ásættanlegu veiðihlutfalli verði metinn.
LS samþykkti á síðasta aðalfundi að krefjast þess að færaveiðar á makríl verði gefnar frjálsar, ályktunin hefur verið kynnt fyrir ráðherra.
Makríll Hólmavík.jpg