Makríll – veiðiráðgjöfin ásteitingarsteinninn

Slitnað hefur upp úr viðræðum Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Íslands um skiptingu aflahlutdeildar og stjórnunar makrílveiða.   Helsti ásteitingarsteinninn, á fundinum í Bergen, virðist hafa verið veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins.  Íslendingar vilja að ekki verði vikið frá henni en hinar þjóðirnar vilja að heildarafli verði ákveðinn verulega umfram ráðgjöf.
Greinilegt að það eru fleiri en íslenskir trillukarlar sem gagnrýna veiðiráðgjöf hafrannsóknastofnana.
Markíll Hólmavík.jpgLöndunarbið á Hólmavík í ágúst 2013