Loðnukvótinn aukinn um 45%

Gefin hefur verið út reglugerð um aukinn loðnukvóta. Með henni verður heimilt að veiða um 123 þús. lestir, sem er hækkun um 38 þús. tonn sem jafngildir 45% aukningu.
Það sem af er loðnuvertíðinni hafa veiðar gengið illa og er aðeins búið að veiða um 44 þús. tonn eða rúman þriðjung af útgefnum heimildum.