Klettur vill fresta grásleppuvertíðinni

Klettur hélt félagsfund laugardaginn 8. mars sl.  Fundurinn var fjölsóttur og miklar umræður um málefni smábátaeigenda.
Meðal þess sem hæst bar var umræðan um grásleppumál.  Þar ítrekaði fundurinn að lágmarksfjöldi daga á komandi vertíð verði 32.  Ennfremur var samþykkt að óska eftir því við sjávarútvegsráðherra að hann fresti upphafi vertíðar þar til endanleg niðurstaða um fjölda veiðidaga liggur fyrir.
Samkvæmt útgefinni reglugerð á vertíðin að hefjast 20. mars, en verði ráðherra við samþykkt Klettsmanna er vart að vænta þess að vertíðin hefjist fyrr en undir mánaðarmót.
Nánar verður greint frá fundi Kletts á morgun.