Vilja ákvæði í lög sem tryggir virkari verðmyndun á fiski

Á fundi Kletts, sem hér var sagt frá í gær, varð töluverð umræða um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.  Fundarmenn voru einhuga um að í fyrirhuguðu frumvarpi sjávarútvegsráðherra yrði að vera ákvæði sem tryggi virkari verðmyndun á fiski og aukið framboð afla á skipulögðum uppboðsmörkuðum.  Til það gangi eftir verði að skylda alla útgerðaraðila „til að bjóða til sölu á skipulögðum uppboðsmarkaði um 20-25% af lönduðum afla í hverri tegund með einhverjum sveigjanleika milli tegunda á hverju 3 mánaða tímabili, eins og segir í ályktun fundarins.