Strandveiðifélagið Krókur – ýsukvóti verði aukinn

Strandveiðifélagið Krókur hélt félagsfund á Tálknafirði sl. laugardag 29. mars.  Félagsmenn fjölmenntu á fundinn og ræddu þau mál sem efst er á baugi hjá smábátaeigendum. 
 
Örn Pálsson framkvæmdastjóri fór yfir stöðu helstu mála – strandveiðar, ýsuvandræðin, nýgerðan kjarasamning um ákvæðisvinnu við línu og net, veiðigjöld, stjórn fiskveiða og síðast en ekki síst málefni grásleppuveiðimanna.
Á fundinum var eftirfarandi samþykkt:
  • Skorað er á stjórnvöld að heimila strandveiðar 4 daga í viku hverri á tímabilinu maí til og með ágúst.  Bent er á að veiðiheimildir í þorski hafa ekki fylgt árlegri aukningu á hámarksafla.
  • Fundurinn lýsir fullum stuðningi við ákvörðun LS að veiðidagar á vertíðinni í ár verði 28.
  • Strandveiðifélagið Krókur ítrekar fyrri samþykktir um fasta afslætti á sérstöku veiðigjaldi.
  • Fundurinn harmar ákvörðun sjávarútvegsráðherra að hafna beiðni Landssambands smábátaeigenda um endurskoðun á veiðiráðgjöf í ýsu með tilliti til niðurstaðna hastralls Hafrannsóknastofnunar.  Sjómenn á öllum gerðum skipa eru sammála um að ýsa hafi mánuðum saman verið stórt vandamál sem meðafli við þorskveiðar sem gefi skýr skilaboð um auknar veiðiheimildir.   Stöðvun báta sé óhjákvæmileg þar sem engan kvóta sé að fá á leigumarkaði.  
        Krókur skorar á sjávarútvegsráðherra að verða við ákalli sjómanna um að auka                         ýsukvótann nú þegar. 
Formaður Strandveiðifélagsins Króks er Tryggvi Ársælsson Tálknafirði