LS undirritar samning við SGS

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir samningaviðræður milli Landssambands smábátaeigenda og Starfsgreinasambandsins um endurnýjun kjarasamnings um ákvæðisvinnu við línu og net.  Samningafundir fóru fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Niðurstaða viðræðna helgast að mestu leyti að kjarasamning SGS og SA frá 21. desember og sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar sl.  Þar var samið um 4,3% launahækkun á laun sem voru lægri en 230 þús.    
Nýr samningur var undirritaður sl. föstudag 28. mars.  Samningurinn er nú í skoðun hjá stjórn LS og ef gagnaðila hefur ekki borist tilkynning um niðurstöðu fyrir klukkan 16:00 þann 4. apríl nk. skoðast samningurinn samþykktur.
Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015.  


IMG_0443.jpg

Frá undirritun samnings.  Fv. Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS, Magnús Magnússon formaður Verkalýðs- og sjómannfélags Sandgerðis, Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS og Halldór Ármannsson formaður LS