Smábátaútgerð mikilvæg atvinnugrein fyrir landsbyggðina

Hér er vitnað til fullyrðingar úr skoðankönnun sem nú stendur yfir meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Í  könnuninni er leitað sjónarmiða þeirra til stjórnunar og framkvæmd sjávarútvegs á Íslandi.
Könnunin er liður í verkefninu EcoFishMan sem stjórnað er af Matís í samstarfi við Háskóla Íslands.  Markmið verkefnisins er að stuðla að algjörlega nýrri nálgun að stjórnun fiskveiða í Evrópu sem sé ásættanleg jafnt fyrir hagsmunaaðila, stjórnvöld og fiskiðnaðinn og hafa þannig umtalsverð áhrif á fiskveiðistefnu framtíðarinnar.  Nálgunin snýr að því að færa ábyrgð fiskveiðistjórnunar til sjómanna og taka tillit til þekkingar þeirra og annarra hagsmunaaðila í sjávarútvegi, auk umhverfis-, viðskipta- og félagslegra þátta. 
Gert er ráð fyrir að kerfið verði innleitt í áföngum og sniðið að hverri tegund fiskveiða fyrir sig.  
Þess er vænst að sem flestir svari könnuninni.  Fullkominnar nafnleyndar verður gætt við úrvinnslu og farið með öll gögn samkvæmt fyrirmælum persónuverndar.  Mikilvægt er að sem flestir svari könnuninn, svo niðurstöður verði sem áreiðanlegastar.