Strandveiðar hefjast 5. maí

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um strandveiðar 2014.  Reglugerðin er nánast óbreytt frá síðasta ári. Svæða- og aflaskipting, róðradagar 4 dagar í viku – mánudagur – fimmtudag að undanskildum 1. maí, uppstigningardegi, öðrum í hvítasunnu, 17. júní og frídegi verslunarmanna.
Breyting frá síðasta ári eru tvær:
  • Ekki þarf lengur að tilkynna í upphafi sjóferðar löndunarstað. 


  • Þá getur, í samræmi við breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem gerðar voru sl sumar, enginn eigenda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi átt aðild nema að einu strandveiðileyfi.

Sjá nánar reglugerð: