Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs var haldinn í gær. Fundurinn var vel sóttur og stóð yfir í þrjár og hálfa klukkustund.
Undir liðnum önnur mál var tekin fyrir tillaga Arnar Pálssonar um að fulltrúi sjóðsins í stjórn Haga bæri fram tillögu á næsta stjórnarfundi fyrirtækisins um endurskoðun á ráðningarsamningi forstjóra þess.
Greinilegur hljómgrunnur var fyrir tillögunni á fundinum, en skiptar skoðanir um hvernig hún skyldi afgreidd. Niðurstaðan varð sú að vísa henni til stjórnar Gildis lífeyrissjóðs.