Strandveiðiafli 2014 – útreikningar á þorskígildi

Fyrsti dagur strandveiða 2014 er nk. mánudagur 5. maí.
Vakin er athygli á breytingum á þorskígildastuðlum frá síðasta fiskveiðiári.
Við strandveiðar er leyfilegur afli sem koma má með að landi í hverri veiðiferð 650 þorskígildi
Veiði menn eingöngu þorsk er hámarkið 774 kg af honum óslægðum.  Sé eingöngu um ufsa að ræða í tiltekinni veiðiferð er hámarkið óslægt 944 kg.
Við útreikninga til þorskígilda skal margfalda óslægðan afla með eftirfarandi stuðlum:
 
        Þorskur 0,8400

Ufsi         0,6888

Ýsa         0,9660

Karfi         0,8900

Steinbítur 0,8550

Langa 0,5840

Keila 0,4680