Alls hafa 184 bátar verið gerðir út á grásleppuveiðar það sem af er vertíðinni. Af þeim hafa 105 lokið veiðum. Fjöldi útgefinna leyfa nú er nokkru færri en í fyrra, en þá höfðu 250 bátar hafið veiðar.
Aflabrögð á vertíðinni hafa verið afar misjöfn. Á N og NA-landi hefur veiðin verið undir meðalvertíð og á nokkrum stöðum hefur hún verið arfaslök. Aðra sögu er að segja af veiðum á Ströndum, þar hefur afli verið mjög góður. Alls hafa bátar sem leggja upp á Hólmavík og Drangsnesi landað grásleppu sem jafngildir 1.150 tunnum af söltuðum grásleppuhrognum, sem er um fjórðungur þess sem komið er á land.
Á V-fjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa er veiði misjöfn – allt frá því að vera mjög góð niður í lélega veiði.