Ásdís ÓF komin yfir 10 tonn

Stutt er í að II. tímabil strandveiða hefjist og veiðar á svæði A verði framhaldið.  Allt útlit er fyrir að aflaviðmið dugi á öðrum svæðum.  
Að 13. veiðidegi strandveiða 2014 er Ásdís ÓF 9 á svæði B með mestan afla 10,3 tonnum, á svæði C er Birta SU 36 aflahæst 8,9 tonn, á D svæðinu er Hrappur GK 6 aflahæstur 8,8 tonn og á svæði A er Jóhannes á Ökrum AK 180 efstur með 5,9 tonn.
Samanburður á veiði í ár og í fyrra sýnir að aflabrögð nú eru betri.  Hæstur meðalafli í róðri er á svæði A – 603 kg.  Á svæðum C og D  er hann hálft tonn og á B svæðinu 463 kg.
Áhugavert er að bera saman fyrstu 13 daga strandveiðanna.
Heildaraflinn nú 1.737 tonn en var 1.400 tonn í fyrra.  
Meðalafli í róðri nú 531 kg á móti 468 kg og róðrar nú eru 3.272 en voru 2.991 á síðasta ári.  
Þá skal að síðustu nefnt að afli í hverjum róðri á svæði A er 22% meiri í ár en í fyrra.