Sparnaður og betri yfirsýn

Skínandi góðar móttökur á launareikni LS urðu til þess að ákveðið var að leggja enn meiri vinnu í betrumbætur.  Notandi – Guðjón Ólafsson Sandgerði, eigandi Óla Gísla HU212- var fenginn til að vinna með hönnuði og benda á þau atriði sem launareiknirinn þyrfti að hafa svo hann tæki yfir allt sem tilheyrir launaútreikningi á smábát og því sem uppgjöri fylgir.
„Nú er þetta orðið fullkomið, launareiknir LS svarar öllum mínum spurningum um uppgjör og rekstur bátsins og sparar mér tíma, fé og fyrirhöfn í hverjum mánuði sagði Guðjón í samtali við LS. 
Þá sagði Guðjón launareikninn hafa gefið sér miklu betri yfirsýn um reksturinn.  „Auk þess að reikna laun, verður til skýrsla til bókara, skilagreinar til lífeyrissjóða, RSK skýrsla og síðast en ekki síst heldur hann utan um afla og verðmæti.
  
Guðjón þakkar LS af heilum hug fyrir framtakið og hvetur félaga sína um allt land að nýta sér launareikninn, „enga óþarfa hræðslu, allir geta sett inn nöfn og tölur, hann sér um rest. Að loknu þessu sendi ég gögnin í tölvupósti til bókara og málið er afgreitt, sagði Guðjón.
Launareiknirinn er til afgreiðslu á skrifstofu LS, (panta launareikni)