Eitt af hlutverkum Landssambands smábátaeigenda er að fylgjast náið með öllum kostnaðarliðum smábátaútgerðarinnar. Einn þessara liða heyrir til iðgjalda húf- og slysatrygginga. Eftir að skylt varð að kaupa slysatryggingu byggða á ákvæðum skaðabótalaga klifruðu iðgjöld trygginga hratt upp kostnaðarhlutdeildarsúluna.
Fjögur félög keppast um tryggingar félagsmanna og er samkeppnin hörð á markaðnum. LS hefur um árabil verið í samstarfi við Vörð sem tryggir félagsmönnum sérstök afsláttarkjör á iðgjöldum.
Með tilkomu „kaskó slysatryggingarinnar ákvað LS að rita öllum tryggingfélögunum bréf þar sem óskað var tilboða. Viðbrögð þeirra voru keimlík, þau töldu að forsendur fyrir upphæð iðgjalda ekki nægar til að hægt væri að verða við erindi LS. Einkum var litið til þess að ekki hafði myndast tjónareynsla.
Margir félagsmanna eru mjög vakandi yfir þessum kostnaðarlið og leita árlega tilboða hjá tryggingafélögunum. Nánast án undantekninga eru lægstu tilboð tekin.
Landssamband smábátaeigenda hefur unnið að því um nokkurt skeið að skoða leiðir til að þrýsta á frekari lækkun iðgjalda. Niðurstaðan varð sú að ganga til samninga við Tryggja.is sem er ein elsta vátryggingamiðlun á Íslandi. Samningurinn veitir félagsmönnum LS aðgang að vátryggingaráðgjöf, sem felur í sér yfirferð á tryggingum viðkomandi, aðstoð við breytingar, verðkönnun og þjónustu lendi félagsmaður í tjóni.
Félagsmenn í LS eru hvattir til að nýta sér þónustu Tryggja.is þar sem hér er um stóra þátt í rekstrinum og því brýnt að ná honum niður.
Myndin er frá undirritun samningsins
Fh. Tryggja is – Baldvin Samúelsson og fh. LS Halldór Ármannsson formaður.